Íslagnir ehf. er öflugt pípulagningarfyrirtæki með áherslu á fagmennsku og gæði í öllum verkefnum.
Fyrirtækið var stofnað árið 2021 af Ísari Má Árnasyni, pípulagnameistara. Árið 2023 bættist Aron Örn Guðmundsson við sem meðeigandi. Fyrirtækið hefur vaxið hratt og samanstendur nú af 5 manna öflugum hópi sem sinnir fjölbreyttum verkefnum á sviði nýbygginga, endurlagna, sprinklerkerfa og viðhalds.
Við höfum okkar eigið gæðakerfi sem vistað er í Ajour kerfinu, og bjóðum einnig upp á góða þekkingu á Procore og öðrum nútímalegum stjórnunartólum.
Fyrsta verkefnið okkar í nýbyggingargeiranum var Áshamar 1–7, tvær 40 íbúða blokkir sem eru að klárast. Þetta verkefni unnum við með aðalverktakanum J.E. Skjanna, sem bauð okkur einnig að taka þátt í útboði fyrir næsta verkefni við Vörðugötu 2. Það er nú í uppsteypu og verklok eru áætluð í byrjun árs 2027.
Við erum einnig í góðu samstarfi við Hagar ehf. við byggingu sjálfvirkra bílaþvottastöðva sem munu verða staðsettar á flestum Olís og ÓB stöðvum um allt land. Tilbúnar stöðvar eru Olís Selfoss og Olís Mosfellsbær. Olís Gullinbrú er í vinnslu og næst á dagskrá eru Skúlagata og Tryggvagata.
Við erum alltaf opin fyrir nýjum áskorunum og samstarfi og hlökkum til að heyra frá ykkur.
Hafðu samband til að ræða þitt næsta verkefni.